fimmtudagur, 23. janúar 2014

Svarta höndin II

 '

Taktu könnun

8. bekkur
9. bekkur
10. bekkur

Enn meiri þrýstingur skapaðist á þjóðfélagsástandið í Evrópu vegna þess að kommúnismi hafði náð föstum tökum í flestum stórveldum álfunnar. Kommúnistar litu svo á að sameiginlegur óvinur væri arðræninginn, fólkið sem græddi á vinnu annarra. Meðal þeirra var stór og sterk friðarhreyfing sem barðist m.a. fyrir því að verkamenn allra landa neituðu að taka þátt í stríðum. Þetta átti eftir að vera rauður þráður í málflutningi margra fram eftir tuttugustu öld og einn liður í því að berjast fyrir samstöðu var að ýmsir lögðu það á sig að læra nýtt manngert tungumál, esperantó, til þess að ekki þyrfti að rífast um hvaða tungumál ætti að tala á fundum.



Svo fór þó að friðarhreyfing kommúnista náði ekki að koma í veg fyrir stríð – og mesti leiðtogi þeirra í álfunni var myrtur af frönskum þjóðernissinna sem, eins og margir aðrir, hafði ekkert á móti því að berjast við gamla fjendur.

Fyrri heimsstyrjöldin hófst af eins smávægilegu tilefni og mögulegt var. Til að sanna áhuga sinn á að Bosnía Hertzegóvína tilheyrði Austurríki-Ungverjalandi ákvað ríkisarfinn (sonur keisarans) að fara þangað í heimsókn. Það var erkihertoginn Franz Ferdinand. Hann kom til Sarajevó ásamt eiginkonu sinni í opinbera heimsókn. Mikill mannfjöldi stillti sér upp meðfram bökkum Miljacka-árinnar sem rennur gegnum borgina. Þeirra á meðal voru nokkrir tilræðismenn úr leynifélaginu Svarta höndin.



Svarta höndin var félag nokkurra barnungra manna sem trúðu á veldi Serbíu og voru tilbúnir að berjast fyrir þeirri sannfæringu sinni. Nú höfðu nokkrir þeirra dvalið í æfingabúðum til að læra að drepa erkihertoga. Minnstu mátti muna að tilræðið misheppnaðist algjörlega. Nokkrir guggnuðu og einn henti sprengju sem lenti í olnboga hertogans og sprakk fyrir aftan bíl hans. En síðar um daginn tók bílstjóri ríkisarfans ranga beygju og keyrði beint í flasið á Gavríló Princip, meðlimi Svörtu handarinnar. Hann lét ekki bjóða sér svona tækifæri tvisvar og skaut bæði hertogann og eiginkonu hans til bana.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli